Súperman dreymdi Eið Smára | Íslendingar í banastuði í Króatíu Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 19. nóvember 2013 13:01 Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira