"Reyndi í einhverri geðhræringu að spenna beltið þegar rútan valt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2013 17:15 Vinirnir saman komnir á Þingvöllum í dag. Frá vinstir; Edmund Lo, Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael Lu. mynd / valli Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi. Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Rúta valt við Öxará á Þingvöllum fyrr í dag en um borð voru 49 manns. Farþegar rútunnar voru allir erlendir ferðamenn og voru þeir borubrattir eftir slysið og margir hverjir á því að þetta hafi í raun verið skemmtileg reynsla. Slysið átti sér stað á veginum rétt fyrir neðan Brúsastaði. Gríðarleg hálka er á vegum á svæðinu og erfiðar aðstæður. „Það var nýbúið að segja við okkur að spenna bílbeltin og vorum við í raun öll að tala um að það væri kannski ekki alveg nauðsynlegt,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. „Aftur á móti þegar slysið gerist þá fékk maður skelfilega tilfinningu í magann. Ég hafði ekki spennt beltið og rétt náði að halda í handfang þegar rútan fór út af veginum,“ segir Edmund Lo, í samtali við blaðamann Vísis, á vettvangi. Edmund er í samfloti ásamt fjórum öðrum vinum sínum hér á landi en þau koma öll frá Bandaríkjunum. Ásamt honum eru þau Connie Liv, Austin Reech, Audrew Tseng og Michael stödd á Íslandi til að skoða þær náttúruperlur sem landið hefur upp á að bjóða. Ekki voru um alvarleg meiðsli á farþegunum en nokkrir voru fluttir með sjúkrabíl til aðhlynningar. „Þetta gerðist allt svo hægt og í raun fannst manni líða heil eilífð þar til að rútan var komin á hlið og útaf veginum,“ segir Connie Liv, í samtali við blaðamann Vísis. „Bílstjórinn gerði vel í því að stýra fallinu og náði að hægja vel á rútunni áður en hún fór útaf veginum. Í fyrstu taldi ég að rútubílstjórinn væri að taka beygju en síðan kemur þetta andartak þar sem maður áttar sig á því að rútan er að velta og þá grípur um sig ákveðin skelfing innra með manni. Ég greip strax í eitthvað sem var mér næst og rétt náði að halda mér í sætinu.“ „Það er samt fín stemning í hópnum og við höfum náð að kynnast fullt af fólki í dag. Starfsfólk rútufyrirtækisins hefur staðið sig einstaklega vel og hefur sýnt mikla fagmennsku við okkur í dag. Þetta er án efa ferð sem við munum aldrei gleyma, svo eitt er víst.“ Michael Lu fékk einn farþegann beint í fangið er rútan fór útaf. „Ég var allt í einu kominn með einhvern farþega í fangið og það var heldur skrítin upplifun,“ segir Michael Lu. „Ég reyndi í einhverri geðshræringu að spenna beltið þegar rútan var að falla niður, sem var ekkert svo gáfulegt hjá mér svona eftir á að hyggja. „Það var gott að Michael tók höggið fyrir okkur öll,“ sagði hópurinn léttur að lokum. Hópurinn hefur aðeins verið hér á Íslandi í tvo daga og hlakka þau til að halda áfram því ævintýri sem Bandaríkjamennirnir hafa upplifað hér á landi.
Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira