Tónlist

Iceland Airwaves: Árstíðir flytja Heyr, himna smiður

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Árstíðir komu fram á Iceland Airwaves í gær og lék sveitin í Gamla Bíó sem er nýr tónleikastaður á hátíðinni. Góður rómur var gerður af tónleikum Árstíða sem hafa undanfarin misseri verið á tónleikaferðalagi í Evrópu.

Söngur sveitarinnar á sálminum Heyr, himna smiður hefur vakið athygli en allir meðlimir sveitarinnar taka þátt í að syngja sálm eftir Kolbein Tumason sem talinn er vera ortur skömmu fyrir Víðinesbardaga árið 1208. Þorkell Sigurbjörnsson samdi lag við sálminn.

Heyra má flutning Árstíða á sálminum í myndbandinu hér að ofan. Hljómsveitina Árstíðir skipa Daníel Auðunsson, Gunnar Már Jakobsson, Ragnar Ólafsson, Hallgrímur Jónas Jensson, Jón Elísson og Karl James Pestka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×