Ekki afturhvarf til fortíðar Ólafur Stephensen skrifar 2. nóvember 2013 10:01 Ákvörðun Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur að draga sig í hlé frá stjórnmálastarfi markar vissulega tímamót í borgarmálapólitíkinni. Þegar Jón hverfur úr stóli borgarstjóra lýkur tímabili sem er einstakt í sögu borgarstjórnarinnar; grínisti og vinir hans unnu stórsigur í borgarstjórnarkosningum og fórst betur úr hendi að stjórna borginni en flestir hefðu búizt við - þótt þar sé vissulega margt gagnrýni vert. Í könnun sem gerð var í september á fylgi flokkanna í borgarstjórn fékk Bezti flokkurinn 37 prósent, meira en í kosningunum árið 2010. Tilkoma Bezta flokksins ruglaði öll gömul valdahlutföll í pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Þótt Jón Gnarr hverfi nú af sjónarsviðinu og Bezti flokkurinn bjóði ekki fram á ný, er ekki þar með sagt að borgarpólitíkin verði aftur eins og hún var. Niðurstöður skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu strax og ákvörðun Jóns lá fyrir birtust í blaðinu í gær. Þær benda til að Björt framtíð, sem Bezti flokkurinn rennur nú inn í, njóti áfram svipaðs fylgis hjá borgarbúum og hann hefur gert. Það er þess vegna alls ekki þar með sagt að gömlu flokkarnir í borgarstjórn geti skipt fylgi Bezta flokksins á milli sín. Reyndar má gera ráð fyrir að fyrirhugað framboð Bjartrar framtíðar njóti fyrst um sinn áhrifa Jóns Gnarr. Það á eftir að koma í ljós hvort arftaki hans sem forystumaður og andlit framboðsins nái að miðla sömu hughrifum og Jón. Það verður ekki auðvelt verk. Kosningasigur Bezta flokksins var augljóslega til kominn vegna þess að fólk hafði ekki trú á gömlu flokkunum og hefðbundinni pólitík. Áframhaldandi gott gengi Bezta flokksins og nú Bjartrar framtíðar bendir líka eindregið til að gömlu flokkarnir hafi ekki náð vopnum sínum; hafi ekki fundið röddina sem borgarbúar vilja hlusta á. Þeir sem vilja seilast í fylgið sem Bezti flokkurinn hefur haft þurfa líklega að sýna að þeir hafi lært eitthvað af því sem Jón Gnarr gerði vel í pólitíkinni. Það er ekki sízt að rækta samtalið við borgarbúa og sinna hinu "óskilgreinda tilfinningalega hlutverki" sem Jón lýsti í upphafi borgarstjóraferils síns yfir að hann myndi rækja. Margir hlógu þá að honum, en staðreyndin er að þetta gerði hann með sóma. Þeir sem ætla að læra af Jóni Gnarr ættu sömuleiðis að standa með lítilmagnanum, taka réttlátan málstað og sýna einlægni og heiðarleika í málflutningi sínum. Allt þetta finnst fólki vanta í pólitíkina. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 tók aðeins um helmingur kjósenda afstöðu til flokkanna sem hyggjast bjóða fram til borgarstjórnar. Margir eru óákveðnir og eiga erfitt með að binda trúss sitt við tiltekinn flokk. Slíkt er augljós fylgifiskur hrunsins og þess trúnaðarbrests sem varð í samfélaginu í kjölfar þess. Þar er enn ekki gróið um heilt. Um leið er þetta til marks um að staðan fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári er galopin. Og þeir geta fiskað sem róa á mið kjósenda sem hallast hvorki út á vinstri- né hægrijaðarinn heldur vilja að stjórnmálamenn hlusti á þá og vinni einlæglega í þeirra þágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Ákvörðun Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur að draga sig í hlé frá stjórnmálastarfi markar vissulega tímamót í borgarmálapólitíkinni. Þegar Jón hverfur úr stóli borgarstjóra lýkur tímabili sem er einstakt í sögu borgarstjórnarinnar; grínisti og vinir hans unnu stórsigur í borgarstjórnarkosningum og fórst betur úr hendi að stjórna borginni en flestir hefðu búizt við - þótt þar sé vissulega margt gagnrýni vert. Í könnun sem gerð var í september á fylgi flokkanna í borgarstjórn fékk Bezti flokkurinn 37 prósent, meira en í kosningunum árið 2010. Tilkoma Bezta flokksins ruglaði öll gömul valdahlutföll í pólitíkinni í Reykjavíkurborg. Þótt Jón Gnarr hverfi nú af sjónarsviðinu og Bezti flokkurinn bjóði ekki fram á ný, er ekki þar með sagt að borgarpólitíkin verði aftur eins og hún var. Niðurstöður skoðanakönnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu strax og ákvörðun Jóns lá fyrir birtust í blaðinu í gær. Þær benda til að Björt framtíð, sem Bezti flokkurinn rennur nú inn í, njóti áfram svipaðs fylgis hjá borgarbúum og hann hefur gert. Það er þess vegna alls ekki þar með sagt að gömlu flokkarnir í borgarstjórn geti skipt fylgi Bezta flokksins á milli sín. Reyndar má gera ráð fyrir að fyrirhugað framboð Bjartrar framtíðar njóti fyrst um sinn áhrifa Jóns Gnarr. Það á eftir að koma í ljós hvort arftaki hans sem forystumaður og andlit framboðsins nái að miðla sömu hughrifum og Jón. Það verður ekki auðvelt verk. Kosningasigur Bezta flokksins var augljóslega til kominn vegna þess að fólk hafði ekki trú á gömlu flokkunum og hefðbundinni pólitík. Áframhaldandi gott gengi Bezta flokksins og nú Bjartrar framtíðar bendir líka eindregið til að gömlu flokkarnir hafi ekki náð vopnum sínum; hafi ekki fundið röddina sem borgarbúar vilja hlusta á. Þeir sem vilja seilast í fylgið sem Bezti flokkurinn hefur haft þurfa líklega að sýna að þeir hafi lært eitthvað af því sem Jón Gnarr gerði vel í pólitíkinni. Það er ekki sízt að rækta samtalið við borgarbúa og sinna hinu "óskilgreinda tilfinningalega hlutverki" sem Jón lýsti í upphafi borgarstjóraferils síns yfir að hann myndi rækja. Margir hlógu þá að honum, en staðreyndin er að þetta gerði hann með sóma. Þeir sem ætla að læra af Jóni Gnarr ættu sömuleiðis að standa með lítilmagnanum, taka réttlátan málstað og sýna einlægni og heiðarleika í málflutningi sínum. Allt þetta finnst fólki vanta í pólitíkina. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 tók aðeins um helmingur kjósenda afstöðu til flokkanna sem hyggjast bjóða fram til borgarstjórnar. Margir eru óákveðnir og eiga erfitt með að binda trúss sitt við tiltekinn flokk. Slíkt er augljós fylgifiskur hrunsins og þess trúnaðarbrests sem varð í samfélaginu í kjölfar þess. Þar er enn ekki gróið um heilt. Um leið er þetta til marks um að staðan fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári er galopin. Og þeir geta fiskað sem róa á mið kjósenda sem hallast hvorki út á vinstri- né hægrijaðarinn heldur vilja að stjórnmálamenn hlusti á þá og vinni einlæglega í þeirra þágu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun