Fótbolti

Mkhitaryan tók fótboltann fram yfir peningana

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mkhitaryan skorar gegn Arsenal í Meistaradeildinni
Mkhitaryan skorar gegn Arsenal í Meistaradeildinni MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Armenski framherjinn Henrikh Mkhitaryan segist hafa valið leikstíl Dormund fram yfir peningana á Englandi. Dortmund greiddi 27,5 milljónir evra fyrir leikmanninn.

„Ég hafði úr miklu að velja,“ sagði Mkhitaryan við þýska dagblaðið Die Welt. „Ég valdi Dortmund vegna þess hvernig liðið leikur.

„Síðan ég mætti Dortmund með Shakhtar í Meistaradeildinni hef ég horft á alla leiki Dortmund í sjónvarpinu.

„Dortmund leikur ekki bara frábæran fótbolta heldur einnig fótbolta sem hentar mér. Ég hugsaði með mér; þetta er lið þar sem ég get vaxið, get þróast.

„Peningar skipta ekki svo miklu máli í fótbolta. Það er aðeins pláss fyrir fótbolta. Ég lifi fótbolta, hugsa fótbolta, skynja fótbolta og ef ég spila vel koma peningarnir í kjölfarið.

„Ég kom til Dortmund til að leika og ekki til að sitja á bekknum eins og hefði getað farið á Englandi,“ sagði Mkhitaryan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×