Mörg þúsund gjafir í Jól í skókassa Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 09:33 Verkefnið hefur glatt mörg börnin í Úkraínu. myndir/Jól í skókassa „Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar. Jólafréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Sjá meira
„Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar.
Jólafréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Sjá meira