Jól alla daga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. nóvember 2013 12:41 Af einhverjum ástæðum er það ekki samfélagslega viðurkennt að byrja að hlusta á jólalög fyrstu vikuna í nóvember. Sjálfur byrjaði ég í gær, reyndar töluvert fyrr en vanalega, og nú þarf ég bara að troða negulnöglum í nokkrar mandarínur til að komast í brjálað jólaskap. Ég reyndi að deila gleðinni með vinum mínum á Facebook en undirtektirnar voru allt annað en góðar. Ég fékk meira að segja morðhótun frá einum. Rólegur, Skúli fúli. Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári. Af hverju er Jól alla daga með Eiríki Haukssyni til dæmis ekki spilað allt árið um kring? Lagið fjallar um að það séu jól ALLA DAGA. Dööö! Þetta er eins og ef Manic Monday með Bangles væri bara spilað á mánudögum, Ruby Tuesday með Rolling Stones bara á þriðjudögum, og Today með Smashing Pumpkins bara daginn sem það kom út og svo aldrei aftur. Þið megið halda áfram að vera fúl á móti jólunum með ykkar þjóðlagaskotna þunglyndispopp í eyrunum þar til á fyrsta í aðventu. Ég ætla hins vegar að eyða næstu tveimur mánuðum með félögum mínum Eyjólfi Kristjánssyni, Helgu Möller, Ladda, Ríó Tríói og Þremur á palli. Mér er alveg sama þó það sé ekki einu sinni búið að kveikja í IKEA-geitinni. Jólafréttir Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Eigandi hjólsins í höfninni kominn í leitirnar Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Af einhverjum ástæðum er það ekki samfélagslega viðurkennt að byrja að hlusta á jólalög fyrstu vikuna í nóvember. Sjálfur byrjaði ég í gær, reyndar töluvert fyrr en vanalega, og nú þarf ég bara að troða negulnöglum í nokkrar mandarínur til að komast í brjálað jólaskap. Ég reyndi að deila gleðinni með vinum mínum á Facebook en undirtektirnar voru allt annað en góðar. Ég fékk meira að segja morðhótun frá einum. Rólegur, Skúli fúli. Mér finnst algjör synd að margar af helstu perlum íslenskrar dægur- og koverlagasögu fái ekki neina spilun í rúma 11 mánuði á ári. Af hverju er Jól alla daga með Eiríki Haukssyni til dæmis ekki spilað allt árið um kring? Lagið fjallar um að það séu jól ALLA DAGA. Dööö! Þetta er eins og ef Manic Monday með Bangles væri bara spilað á mánudögum, Ruby Tuesday með Rolling Stones bara á þriðjudögum, og Today með Smashing Pumpkins bara daginn sem það kom út og svo aldrei aftur. Þið megið halda áfram að vera fúl á móti jólunum með ykkar þjóðlagaskotna þunglyndispopp í eyrunum þar til á fyrsta í aðventu. Ég ætla hins vegar að eyða næstu tveimur mánuðum með félögum mínum Eyjólfi Kristjánssyni, Helgu Möller, Ladda, Ríó Tríói og Þremur á palli. Mér er alveg sama þó það sé ekki einu sinni búið að kveikja í IKEA-geitinni.
Jólafréttir Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Eigandi hjólsins í höfninni kominn í leitirnar Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira