Fremsti íþróttamaður sögunnar leikur sinn síðasta leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2013 16:30 Mynd/Fésbókarsíða Tendulkar Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost. Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira
Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost.
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira