Síðasta tækifærið til að skrá sig í Jólastjörnuna 2013 23. október 2013 13:17 Jólastjörnukeppnin hefur vakið stormandi lukku undanfarin ár. Í fyrra vann Margrét Stella Kaldalóns keppnina. Margrét Stella flutti meðal annars jólalagið sívinsæla Ég hlakka svo til á tónleikunum það árið og vakti mikla athygli. Í myndskeiði sem fylgir má sjá þegar Margréti Stellu var tilkynnt að hún hefði verið valin úr um fimm hundruð umsækjendum, Jólastjarna ársins 2012.Hér er hægt að skrá sig í keppnina í ár. Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Sena standa nú fyrir söngkeppni fyrir unga snillinga þriðja árið í röð og sigurvegarinn kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af stjörnum laugardaginn 14. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda okkur hlekk á myndbandsupptöku af söngnum. 10 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós. Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni og afhjúpa sigurvegarann þegar af því kemur. Við biðjum þátttakendur vinsamlegast að fylla út upplýsingar í þar til gerða reiti hér fyrir neðan. Setja þarf meðal annars inn hlekki á myndbönd eða skrár þar sem þátttakendur láta ljós sitt skína. Við bendum á myndbandasíður á borð við YouTube og Vimeo. Einnig er hægt að senda hlekki á skrár á skráarhýsingarsíðum á borð við WeTransfer.com, Dropbox, Box.com, Google Drive eða aðra staði sem dómnefnd getur auðveldlega nálgast myndböndin á. Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2013 - Nafn keppanda. Lagaval er algjörlega frjálst og má lagið sem sungið er vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund sem er, á íslensku eða útlensku; það má vera jólalag en þarf þess ekki. Þátttakendur ráða því að auki hvort þeir syngi við undirspil eður ei. Skráningu lýkur á miðnætti í kvöld. 10 krakkar verða í kjölfarið boðaðir í prufur og sigurvegarinn verður svo afhjúpaður í Íslandi í dag.Aldurstakmark: 16 ára og yngri.Skilyrði: Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna.Dómnefnd: Björgvin Halldórsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Gunnar Helgason og Hulda Björk Garðarsdóttir. Jólastjarnan Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Jólastjörnukeppnin hefur vakið stormandi lukku undanfarin ár. Í fyrra vann Margrét Stella Kaldalóns keppnina. Margrét Stella flutti meðal annars jólalagið sívinsæla Ég hlakka svo til á tónleikunum það árið og vakti mikla athygli. Í myndskeiði sem fylgir má sjá þegar Margréti Stellu var tilkynnt að hún hefði verið valin úr um fimm hundruð umsækjendum, Jólastjarna ársins 2012.Hér er hægt að skrá sig í keppnina í ár. Stöð 2, Góa, Fjarðarkaup og Sena standa nú fyrir söngkeppni fyrir unga snillinga þriðja árið í röð og sigurvegarinn kemur fram á stærsta sviði landsins með aragrúa af stjörnum laugardaginn 14. desember á stórtónleikunum Jólagestir Björgvins. Þátttakendur syngja lag að eigin vali, með sínu nefi og senda okkur hlekk á myndbandsupptöku af söngnum. 10 bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós. Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni og afhjúpa sigurvegarann þegar af því kemur. Við biðjum þátttakendur vinsamlegast að fylla út upplýsingar í þar til gerða reiti hér fyrir neðan. Setja þarf meðal annars inn hlekki á myndbönd eða skrár þar sem þátttakendur láta ljós sitt skína. Við bendum á myndbandasíður á borð við YouTube og Vimeo. Einnig er hægt að senda hlekki á skrár á skráarhýsingarsíðum á borð við WeTransfer.com, Dropbox, Box.com, Google Drive eða aðra staði sem dómnefnd getur auðveldlega nálgast myndböndin á. Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2013 - Nafn keppanda. Lagaval er algjörlega frjálst og má lagið sem sungið er vera eftir hvern sem er, af hvaða tegund sem er, á íslensku eða útlensku; það má vera jólalag en þarf þess ekki. Þátttakendur ráða því að auki hvort þeir syngi við undirspil eður ei. Skráningu lýkur á miðnætti í kvöld. 10 krakkar verða í kjölfarið boðaðir í prufur og sigurvegarinn verður svo afhjúpaður í Íslandi í dag.Aldurstakmark: 16 ára og yngri.Skilyrði: Allir þátttakendur þurfa leyfi forráðamanna.Dómnefnd: Björgvin Halldórsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Gunnar Helgason og Hulda Björk Garðarsdóttir.
Jólastjarnan Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira