Murakami talinn líklegastur til að hreppa Nóbelinn Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2013 07:33 Enn er Dylan nefndur sem kandídat til bókmenntaverðlauna Nóbels. En, reglur Alfreðs Nóbels vinna líklega gegn Dylan. AP Tilkynnt verður um það í dag hver hreppir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Greint verður frá sigurvegaranum klukkan ellefu að íslenskum tíma.Veðbankar telja líklegast að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami verði fyrir valinu en þar á eftir koma skáldkonurnar Alice Munroe frá Kanada og Svetlana Aleksijevitj frá Hvíta-Rússlandi. Illugi Jökulsson rithöfundur er mikill áhugamaður um þessi verðlaun eins og reyndar flestir Íslendingar, enda er það rækilega brennimerkt í þjóðarsálina það þegar Halldór Laxness hlaut verðlaunin árið 1955. Illugi hefur efnt til umræðna á Facebooksíðu sinni. „Eins og venjulega veðja ég á Bob Dylan, þótt Adonis eða Murakami séu öruggari kostir,“ segir Illugi. Og það er rétt hjá Illuga, samkvæmt stuðli hér er 1 á móti 50 að Dylan verði fyrir valinu að þessu sinni. Páll Valsson bókmenntafræðingur bendir á í athugasemd að það komi skýrt fram í fyrirmælum Alfreðs Nóbels að eitt þeirra atriða sem nefndin á að gera sé að vekja athygli á góðum bókmenntum. „Þess vegna fá þetta stundum höfundar sem eru lítt þekktir. Og þess vegna notar nefndin greinilega þau rök að tiltekinn höfundur sé það þekktur að hann þurfi ekki á þessum verðlaunum að halda - og mætti nota á Dylan þótt hann verðskuldi þau svo sannarlega sem einn áhrifamesti listamaður síðustu aldar," segir Páll sem spáir því að Joyce Carol Oates fái verðlaunin.Hér getur að líta greinargóðan lista yfir þá sem hreppt hafa Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í gegnum tíðina. Nóbelsverðlaun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Tilkynnt verður um það í dag hver hreppir Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Greint verður frá sigurvegaranum klukkan ellefu að íslenskum tíma.Veðbankar telja líklegast að japanski rithöfundurinn Haruki Murakami verði fyrir valinu en þar á eftir koma skáldkonurnar Alice Munroe frá Kanada og Svetlana Aleksijevitj frá Hvíta-Rússlandi. Illugi Jökulsson rithöfundur er mikill áhugamaður um þessi verðlaun eins og reyndar flestir Íslendingar, enda er það rækilega brennimerkt í þjóðarsálina það þegar Halldór Laxness hlaut verðlaunin árið 1955. Illugi hefur efnt til umræðna á Facebooksíðu sinni. „Eins og venjulega veðja ég á Bob Dylan, þótt Adonis eða Murakami séu öruggari kostir,“ segir Illugi. Og það er rétt hjá Illuga, samkvæmt stuðli hér er 1 á móti 50 að Dylan verði fyrir valinu að þessu sinni. Páll Valsson bókmenntafræðingur bendir á í athugasemd að það komi skýrt fram í fyrirmælum Alfreðs Nóbels að eitt þeirra atriða sem nefndin á að gera sé að vekja athygli á góðum bókmenntum. „Þess vegna fá þetta stundum höfundar sem eru lítt þekktir. Og þess vegna notar nefndin greinilega þau rök að tiltekinn höfundur sé það þekktur að hann þurfi ekki á þessum verðlaunum að halda - og mætti nota á Dylan þótt hann verðskuldi þau svo sannarlega sem einn áhrifamesti listamaður síðustu aldar," segir Páll sem spáir því að Joyce Carol Oates fái verðlaunin.Hér getur að líta greinargóðan lista yfir þá sem hreppt hafa Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í gegnum tíðina.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira