Lennox Lewis, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, myndi glaður snúa til baka í hringinn og mæta Wladimir Klitschko en aðeins fyrir rétt verð.
Lewis er 48 ára gamall og barðist síðast fyrir um áratug síðan, en hann sagði í viðtali við Daily Mail á dögunum að hann myndi snúa til baka fyrir 100 milljónir dollara eða rúmlega tólf milljarða íslenskra króna.
Þetta mun vera langhæsta upphæð í sögu hnefaleika en Floyd Mayweather fékk helmingi minni fjárhæð eftir sigurinn á Saul Alvarez í september.
„Þetta er það verð sem ég set upp,“ sagði Lewis.
„Ég hef sagt ákveðnum mönnum að ég verði klár á sex mánuðum. Ég sagði á sínum tíma að það myndi kosta 50 milljónir dollara að koma mér úr náttfötunum og í hringinn en ég verð að hugsa um mannorð mitt sem hnefaleikmaður. Ég er enn ósigraður og það er magnað afrek.“
Lewis hefur ávallt sagt að hann hafi engan áhuga á því að snúa til baka en hann lagði hanskana á hilluna eftir að hann vann Vitali Klitschko í júní 2003.
Það kostar 12 milljarða að fá Lewis aftur í hringinn
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn




