Áfram deilt um Vatnsenda í Kópavogi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. október 2013 15:43 Áfram deilur um Vatnsenda. mynd/Rósa Jóhannsdóttir Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út síðast liðinn föstudag.Þorsteinn hefur kært niðurstöðuna til héraðsdóms. Kópavogur fékk heimild til eignarnáms úr jörðinni Vatnsendi sem Þorsteinn hefur lengi verið þinglýstur eigandi að. Þorsteinn og lögamaðurinn hans halda því fram að þar sem bærinn hafi aldrei greitt eignarnámsbætur vegna eignarnámsins eigi Kópavogsbær ekki landið. Þar af leiðandi hafi bærinn enga heimild til þess að ráðstafa landinu. Í afsalinu sem þinglýst var kemur fram að Kópavogsbær telur að Vatnsendakriki sé hluti þess lands sem bærinn eignaðist með eignarnámi úr jörðinni Vatnsenda. Bærinn hafi á sínum tíma haft hug á að hefja vatnstöku á landinu og munu hafa verið boraðar holur á landinu í því skyni. Á síðari hluta ársins 2006 hafi Kópavogsbær samið um að afhenda Reykjavíkurborg landið. Áratugalangar deilur um VatnsendaDeilur um jörðina Vatnsenda hafa staðið í yfir 45 ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir. Landið hefur verið eitt helsta byggingasvæði Kópavogsbæjar. Þorsteinn Hjaltested hefur haft heilmiklar tekjur af landinu. En með dómi Hæstaréttar í maí síðast liðinn var komist að þeirri niðurstöðu að að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Kópavogur sem kom út síðast liðinn föstudag.Þorsteinn hefur kært niðurstöðuna til héraðsdóms. Kópavogur fékk heimild til eignarnáms úr jörðinni Vatnsendi sem Þorsteinn hefur lengi verið þinglýstur eigandi að. Þorsteinn og lögamaðurinn hans halda því fram að þar sem bærinn hafi aldrei greitt eignarnámsbætur vegna eignarnámsins eigi Kópavogsbær ekki landið. Þar af leiðandi hafi bærinn enga heimild til þess að ráðstafa landinu. Í afsalinu sem þinglýst var kemur fram að Kópavogsbær telur að Vatnsendakriki sé hluti þess lands sem bærinn eignaðist með eignarnámi úr jörðinni Vatnsenda. Bærinn hafi á sínum tíma haft hug á að hefja vatnstöku á landinu og munu hafa verið boraðar holur á landinu í því skyni. Á síðari hluta ársins 2006 hafi Kópavogsbær samið um að afhenda Reykjavíkurborg landið. Áratugalangar deilur um VatnsendaDeilur um jörðina Vatnsenda hafa staðið í yfir 45 ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir. Landið hefur verið eitt helsta byggingasvæði Kópavogsbæjar. Þorsteinn Hjaltested hefur haft heilmiklar tekjur af landinu. En með dómi Hæstaréttar í maí síðast liðinn var komist að þeirri niðurstöðu að að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira