Ræða borgarstjóra vekur kátínu: Vefmyndavélar í augu Ólafs Thors Stígur Helgason skrifar 16. október 2013 09:15 Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent