Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Kristján Hjálmarsson skrifar 4. október 2013 15:53 Flugslysið varð þann 5. ágúst síðastliðinn. Tveir dóu í slysinu en einn komst lífs af. Áframhaldandi rannsóknir verða gerðar á braki flugvélarinnar sem fórst í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir menn létust. Brak vélarinnar hefur verið flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa til frekari rannsóknar, að því er segir í bráðabirgðaskýrslu frá nefndinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvers vegna flugvélin missti hæð en í áframhaldandi rannsókn verður flak flugvélarinnar og hreyflar skoðaðir frekar ásamt fluglagi og afkastagetu hennar. Í bráðabirgðaskýrslunni segir að við brotlendinguna hafi kviknað eldur og vængir og stél losnað frá skrokki flugvélarinnar. Skrokkur vélarinnar hafi brotnað og hafnað um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð. Við vettvangsrannsókn mátti sjá að vængbörð og hjól voru uppi. Í skýrslunni segir að tveggja manna áhöfn vélarinnar, TF-MYX, hafi lagt af stað ásamt sjúkraflutningamanni frá Akureyri til Hornafjarðar klukkan 10.21 í þeim tilgangi að sækja þar sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Eftir að hafa flutt sjúklinginn til Reykjavíkur var áætlað snúa aftur til Akureyrar. Fyrir flugið frá Reykjavíkurflugvelli voru settir 738 lítrar af eldsneyti á flugvélina. Þyngdar- og jafnvægisútreikningar voru gerðir fyrir þetta flug og sýndu þeir að flugvélin var innan þyngdar- og jafnvægismarka. Vélin lagði svo af stað rétt fyrir eitt frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis til Akureyrar. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Skömmu síðar hafði flugturninn samband við áhöfnina á TF-MYX og tilkynnti að Fokker flugvél væri að fara á loft til norðurs og óskaði eftir því að áhöfnin myndi fylgjast með umferð. Áhöfn á TF-MYX staðfesti það, var þá við Kristnes og sagðist halda sig vestarlega. TF-MYX var flogið í átt að akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg. Þegar flugvélinni nálgaðist akstursíþróttabrautina í vinstri beygju, misst hún hæð og vinstri vængur hennar snerti jörð við hægri hlið akstursíþróttabrautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Ekki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frá áhöfn flugvélarinnar á meðan á fluginu stóð. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli er lokið 6. ágúst 2013 18:06 Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Áframhaldandi rannsóknir verða gerðar á braki flugvélarinnar sem fórst í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir menn létust. Brak vélarinnar hefur verið flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa til frekari rannsóknar, að því er segir í bráðabirgðaskýrslu frá nefndinni. Rannsóknin beinist meðal annars að því hvers vegna flugvélin missti hæð en í áframhaldandi rannsókn verður flak flugvélarinnar og hreyflar skoðaðir frekar ásamt fluglagi og afkastagetu hennar. Í bráðabirgðaskýrslunni segir að við brotlendinguna hafi kviknað eldur og vængir og stél losnað frá skrokki flugvélarinnar. Skrokkur vélarinnar hafi brotnað og hafnað um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð. Við vettvangsrannsókn mátti sjá að vængbörð og hjól voru uppi. Í skýrslunni segir að tveggja manna áhöfn vélarinnar, TF-MYX, hafi lagt af stað ásamt sjúkraflutningamanni frá Akureyri til Hornafjarðar klukkan 10.21 í þeim tilgangi að sækja þar sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Eftir að hafa flutt sjúklinginn til Reykjavíkur var áætlað snúa aftur til Akureyrar. Fyrir flugið frá Reykjavíkurflugvelli voru settir 738 lítrar af eldsneyti á flugvélina. Þyngdar- og jafnvægisútreikningar voru gerðir fyrir þetta flug og sýndu þeir að flugvélin var innan þyngdar- og jafnvægismarka. Vélin lagði svo af stað rétt fyrir eitt frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis til Akureyrar. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Skömmu síðar hafði flugturninn samband við áhöfnina á TF-MYX og tilkynnti að Fokker flugvél væri að fara á loft til norðurs og óskaði eftir því að áhöfnin myndi fylgjast með umferð. Áhöfn á TF-MYX staðfesti það, var þá við Kristnes og sagðist halda sig vestarlega. TF-MYX var flogið í átt að akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg. Þegar flugvélinni nálgaðist akstursíþróttabrautina í vinstri beygju, misst hún hæð og vinstri vængur hennar snerti jörð við hægri hlið akstursíþróttabrautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Ekki barst tilkynning um bilun eða neyðarástand frá áhöfn flugvélarinnar á meðan á fluginu stóð.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli er lokið 6. ágúst 2013 18:06 Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent