Tónlist

Hætt að rífast við Miley Cyrus

Söngkonurnar tvær hafa deilt hart að undanförnu.
Söngkonurnar tvær hafa deilt hart að undanförnu.
Sinead O'Connor sagði að ritdeilu sinni við Miley Cyrus væri lokið í viðtali í írska spjallþættinum The Late Late Show.

Söngkonurnar tvær hafa deilt hart að undanförnu. O´Connor sagði að Cyrus ætti ekki að láta tónlistariðnaðinn breyta sér í "vændiskonu". Cyrus gerði lítið úr ummælunum og vísaði í andlega vanheilsu O´Connor.

"Málinu er lokið af minni hálfu. Mig langar eiginlega ekki að tala um það lengur," sagði hún. "Þetta sýst allt saman um að það er verið að myrða tónlistina. Þetta snýst í raun ekki um Miley."

O´Connor kennir  Simon Cowell, dómaranum úr American Idol og The X-Factor, og Louis Walsh, dómara í The X-Factor í Bretlandi, um "morðið".

"Iðnaðurinn hefur náð yfirhöndinni. Peningahliðin er aðalatriðið og reynt er að tengja kynlíf og kynþokka við mjög ungt fólk sem er að búa til plötur. Öll þessi peningadýrkun, skartgripirnir og demantarnir. Allt þetta í kringum Simon Cowell og Louis Walsh snýst um að myrða tónlistina og ég hef áhyggjur af því."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×