Fótbolti

Balotelli svaf frekar en að funda með ráðherra

Mario Balotelli er alltaf í forgrunni þegar talað er um kynþáttafordóma í knattspyrnunni á Ítalíu. Hann hefur líka verið duglegur að vekja máls á vandamálinu.

Einn ráðherra í ítölsku ríkisstjórninni, Cecile Kyenge, vildi ólm ræða þetta vandamál við Balotelli í vikunni. Kyenge er fyrsti svarti ráðherrann á Ítalíu.

Ráðherrann náði að ræða málið við nokkra leikmenn ítalska landsliðsins en ekkert varð af fundinum með Mario. Ástæðan var sú að Balotelli svaf þegar fundurinn átti að vera í gangi.

"Balotelli sagðist ekki hafa komið því hann hafi kosið að sofa frekar. Ég verð að virða það en ég vildi mikið hitta hann og ræða þessi mál við hann," sagði ráðherrann svekktur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×