Top Gear eyðilagði Mazda Furai Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2013 13:15 Ekki mikið eftir af fegurðinni Margt spennandi og skemmtilegt gerist í bílaþáttunum Top Gear, en stundum tekst þeim miður upp og það verður að segjast um meðhöndlun þeirra á þessum flotta hugmyndabíl Mazda Furai. Ekki tókst betur til við prófanir þeirra á þessum nú 5 ára hugmyndabíl Mazda við gerð einnar þáttaraðar þeirra árið 2008 að þeir gereyðilögðu hann. Við prófanirnar kviknaði í bílnum og brann til kaldra kola, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Svo vitnað sé beint í grein á bílavefnum Jalopnik; „Fyrirgefið okkar, en við höfum syndgað. Top Gear er ábyrgt fyrir því að eyðileggja þennan fagra bíl og við erum óskaplega sorgmæddir yfir gjörðum okkar. Reynið að hata okkur ekki of mikið fyrir vikið.“ Víst er að flestir áhorfendur Top Gear munu fyrirgefa þeim óhappið, en engu að síður hvarf á braut þessi bíll sem margir hafa mært fyrir fegurð. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Margt spennandi og skemmtilegt gerist í bílaþáttunum Top Gear, en stundum tekst þeim miður upp og það verður að segjast um meðhöndlun þeirra á þessum flotta hugmyndabíl Mazda Furai. Ekki tókst betur til við prófanir þeirra á þessum nú 5 ára hugmyndabíl Mazda við gerð einnar þáttaraðar þeirra árið 2008 að þeir gereyðilögðu hann. Við prófanirnar kviknaði í bílnum og brann til kaldra kola, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Svo vitnað sé beint í grein á bílavefnum Jalopnik; „Fyrirgefið okkar, en við höfum syndgað. Top Gear er ábyrgt fyrir því að eyðileggja þennan fagra bíl og við erum óskaplega sorgmæddir yfir gjörðum okkar. Reynið að hata okkur ekki of mikið fyrir vikið.“ Víst er að flestir áhorfendur Top Gear munu fyrirgefa þeim óhappið, en engu að síður hvarf á braut þessi bíll sem margir hafa mært fyrir fegurð.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent