Top Gear eyðilagði Mazda Furai Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2013 13:15 Ekki mikið eftir af fegurðinni Margt spennandi og skemmtilegt gerist í bílaþáttunum Top Gear, en stundum tekst þeim miður upp og það verður að segjast um meðhöndlun þeirra á þessum flotta hugmyndabíl Mazda Furai. Ekki tókst betur til við prófanir þeirra á þessum nú 5 ára hugmyndabíl Mazda við gerð einnar þáttaraðar þeirra árið 2008 að þeir gereyðilögðu hann. Við prófanirnar kviknaði í bílnum og brann til kaldra kola, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Svo vitnað sé beint í grein á bílavefnum Jalopnik; „Fyrirgefið okkar, en við höfum syndgað. Top Gear er ábyrgt fyrir því að eyðileggja þennan fagra bíl og við erum óskaplega sorgmæddir yfir gjörðum okkar. Reynið að hata okkur ekki of mikið fyrir vikið.“ Víst er að flestir áhorfendur Top Gear munu fyrirgefa þeim óhappið, en engu að síður hvarf á braut þessi bíll sem margir hafa mært fyrir fegurð. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Margt spennandi og skemmtilegt gerist í bílaþáttunum Top Gear, en stundum tekst þeim miður upp og það verður að segjast um meðhöndlun þeirra á þessum flotta hugmyndabíl Mazda Furai. Ekki tókst betur til við prófanir þeirra á þessum nú 5 ára hugmyndabíl Mazda við gerð einnar þáttaraðar þeirra árið 2008 að þeir gereyðilögðu hann. Við prófanirnar kviknaði í bílnum og brann til kaldra kola, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Svo vitnað sé beint í grein á bílavefnum Jalopnik; „Fyrirgefið okkar, en við höfum syndgað. Top Gear er ábyrgt fyrir því að eyðileggja þennan fagra bíl og við erum óskaplega sorgmæddir yfir gjörðum okkar. Reynið að hata okkur ekki of mikið fyrir vikið.“ Víst er að flestir áhorfendur Top Gear munu fyrirgefa þeim óhappið, en engu að síður hvarf á braut þessi bíll sem margir hafa mært fyrir fegurð.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent