Tónlist

Arctic Monkeys í fyrsta sætið

Nýjasta plata Arctic Monkeys selst vel
Nýjasta plata Arctic Monkeys selst vel NORDICPHOTOS/GETTY
Breska indí hljómsveitin, Arctic Monkeys komst í toppsæti breska vinsældarlistans um helgina. Fimmta plata sveitarinnar, AM hefur selst mjög vel en hún kom út í byrjun mánaðarins.



Samkvæmt breskum plötusöluaðilum seldist platan AM í um 157.000 eintökum fyrstu vikuna. Platan kemst þá í annað sæti yfir þær plötur sem selst hafa hraðast á árinu.

Arctic Monkeys er fyrsta indí hljómsveitin sem kemur fimm plötum í fyrsta sæti listans.



Sveitin stimplaði sig strax inn með sinni fyrstu smáskífu, I Bet That You Look Good On The Dancefloor árið 2005 en smáskífan fór beint í fyrsta sæti breska vinsældarlista.



Á breska smáskífulistanum heldur bandaríska söngkonan Katy Perry fyrsta sætinu aðra vikuna í röð með lagið Roar en smáskífan hefur selst í meira en 280.000 eintaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×