Panamera diesel fær 50 aukahestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2013 15:45 Porsche Panamera diesel Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent
Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent