Panamera diesel fær 50 aukahestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2013 15:45 Porsche Panamera diesel Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum. Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur
Núverandi útgáfa fjögurra dyra bílsins Porsche Panamera diesel er með 250 hestafl vél. Porsche mun kynna uppfærslu á þeirri vél sem kynnt verður á bílasýningunni í Frankfurt og mun afl hennar aukast um heil 20% og skila 300 hestöflum. Það þýðir að spretturinn í hundraðið tekur bílinn ekki nema 6,0 sekúndur, en er 6,8 með núverandi dísilvél. Hámarkshraðinn eykst frá 243 km/klst í 259 km/klst. Toggeta bílsins eykst líka umtalsvert, togtalan fer úr 550 í 650 Nm og bíllinn getur dregið 2.600 kg aftanívagn. Hvað aflaukningu vélarinnar varðar munar miklu um breyttan sveifarás og stimpla ásamt nýrri vatnskældri forþjöppu og hærri þrýstingi hennar. Nýr Panamera diesel eyðir aðeins 6,4 lítrum pr. 100 km. Dísilútgáfa Panamera er 15% af heildarsölu bílsins þrátt fyrir að hann sé ekki seldur í Bandaríkjunum.
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur