Tónlist

Lestu þetta ef þú elskar Pink Floyd

Ellý Ármanns skrifar
Árið 1973 kom út meistaraverk Pink Floyd, Dark Side of the Moon og á verkið því fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Dúndurfréttamenn héldu tvenna frábæra tónleika í Hörpu í vor og var uppselt á þá báða. Nú ætla þeir að endurtaka leikinn og flytja þetta meistaraverk í heild sinni ásamt mörgum helstu perlum Pink Floyd.

Fjórtán ára farsæld

Eitt helsta meistarastykki rokksögunnar Dark Side of the Moon er ein mest selda plata heims (50 milljón eintök) og á heimsmetið yfir veru á Billboard vinsældarlistanum þar sem platan var í samfleytt 741 viku eða meira en 14 ár.

Róleg vika er góð vika

Samtals hefur Dark Side of the Moon verið á Billboard listanum í yfir 1500 vikur eða í tæp 30 ár. Í rólegri viku þá selst á milli 8000-9000 eintök af plötunni á viku bara í Bandaríkjunum.

Nældu þér í miða

Örfáir miðar eru eftir á Pink Floyd í Hörpu á föstudaginn að sögn tónleikahaldara. Miðasala  er á midi.isharpa.is og í síma 528 5050.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×