Grilluðu 64 bíla í stað kjöts Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2013 09:45 Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent
Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent