Grilluðu 64 bíla í stað kjöts Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2013 09:45 Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent
Það óhapp varð í Frakklandi nýlega að grillveisla fór örlítið úr böndunum og slompaðir grillarar kveiktu óvart í skraufaþurrum akri. Á akrinum stóðu fjöldamargir bílar og komu flestir eigendur þeirra þeim í var, en 64 urðu eldinum að bráð og eru handónýtir. Það þurfti 40 slökkviliðsmenn til að ráða niðurlögum eldsins, auk þess sem klókur bóndi sló akurinn með varnarlínu kringum eldinn svo hann myndi ekki breiðast endalaust út. Er lögreglan hóf leit að sökudólgunum gáfu þeir sig fram, í nokkuð sljóvguðu ástandi, og viðurkenndu að þeir hefðu farið óvarlega með eld og valdið íkveikjunni. Þeirra bíður nú ákæra og að líkum tveggja ára fangelsisvist.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent