Minna blóð á tönnunum eftir Wimbledon Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 13:45 Illa gekk hjá Murray í New York í gær. Nordicphotos/Getty Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“ Tennis Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“
Tennis Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira