Bayern vann Ofurbikarinn í vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2013 20:45 Mynd/NordicPhotos/Getty Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð. Þyski landsliðsmarkvörðurinn Manuel Neuer tryggði Bayern München titilinn þegar hann varði vítaspyrnu Romelu Lukaku en liðin voru þá búin að nýta níu fyrstu vítaspyrnur sínar í vítakeppninni. Chelsea lék manni færri alla framlenginguna en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að tryggja sér titilinn í framlengingunni en Javi Martínez jafnaði metin í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum því Fernando Torres skoraði í upphafi leiks og Eden Hazard í upphafi framlengingarinnar. Franck Ribéry jafnaði í 1-1 í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er í fyrsta sinn sem Bayern München vinnur Ofurbikar Evrópu en liðið var þrisvar sinnum búið að tapa þessum leik (1975, 1976, 2001). Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var hársbreidd frá því að vinna fyrsta titilinn síðan að hann snéri aftur á Brúna en hann hefur aldrei unnið Ofurbikarinn á ferlinum. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum þegar Fernando Torres skoraði glæsilegt mark á 8. mínútu eftir frábæra skyndisókn. Eden Hazard sprengdi upp vörn Bayern og fann André Schürrle sem gaf fyrir á Torres. Spænski framherjinn afgreiddi boltann viðstöðulaust upp í bláhornið. Bayern tók ekki langan tíma að jafna metin í seinni hálfleik en Franck Ribéry skoraði þá með langskoti á 47. mínútu eftir samspil við Toni Kroos. Chelsea hafði varla komið við boltann í seinni hálfleiknum þegar Bayern München var búið að skora. Ramires fékk síðan sitt annað gula spjald fyrir brot á Mario Götze á 85. mínútu og Chelsea-liðið var því orðið manni færra. Það voru ekki skoruð fleiri mörk í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Eden Hazard Kom Chelsea aftur yfir strax á þriðju mínútu í framlengingunni eftir einstaklingsframtak á vinstri vængnum. Hann lék inn að markinu og afgreiddi boltann í nærhornið án þess að Manuel Neuer kæmi vörnum við. Petr Cech varði nokkrum sinnum frábærlega í framlengingunni, þar á meðal tvisvar með skömmu millibili og Chelsea-liðið virtist ætla að lifa af mikla pressu Bayern-liðsins. Javi Martínez náði hinsvegar að jafna metin með síðustu spyrnu leiksins og tryggja Bayern vítakeppni. Martínez var á réttum stað þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir aukaspyrnu.Bayern München-Chelsea - vítakeppnin : 1-0 David Alaba, Bayern - mark 1-1 David Luiz, Chelsea - mark 2-1 Toni Kroos, Bayern - mark 2-2 Oscar, Chelsea - mark 3-2 Philipp Lahm, Bayern - mark 3-3 Frank Lampard, Chelsea - mark 4-3 Franck Ribéry, Bayern - mark 4-4 Ashley Cole, Chelsea - mark 5-4 Xherdan Shaqiri, Bayern - mark Romelu Lukaku, Chelsea - varið (Manuel Neuer)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira