Bitlaust bossaskak 29. ágúst 2013 15:15 Miley Cyrus í djörfum dansi á VMA-hátíðinni. mynd/getty Fjórir dagar eru nú liðnir frá umdeildu atriði Miley Cyrus á VMA-hátíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar og andköfin heyrast enn. Sumir hneyksluðust en aðrir fundu kjánahrollinn hríslast um sig. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr klámvæðingu popptónlistar almennt en þetta atriði fannst mér heldur aumt. Mér dettur að sjálfsögðu í hug hið víðfræga „Nipplegate“-mál frá 2004, þegar Justin Timberlake afhjúpaði annað brjóst söngkonunnar Janet Jackson í hálfleik Super Bowl-leiksins. Húsmæður signdu sig og í nokkra sólarhringa hætti fólki að vera skítsama um Janet Jackson. Þetta augljósa og lítið ögrandi auglýsingatrix gerði samt lítið fyrir feril Jackson til lengri tíma litið. Til þess er hún, með fullri virðingu, of ómerkilegur listamaður.Kannski er ég bara svona þrælskemmdur eftir tíunda áratuginn. Áratuginn þegar meginstraums-tónlistarmaðurinn Marilyn Manson lék sér með táknmyndir nasista og kallaði sig „The God of Fuck“. Þegar hljómsveitin Metallica söng í beinni útsendingu á MTV-hátíðinni um að drepa börn og hafa mök við geitur. Þegar Madonna hafði samfarir í tónlistarmyndböndum sínum og rapparar sungu nær eingöngu um að skjóta löggur, neyta eiturlyfja og neyða konur til kynferðisathafna. Þessu hlógu reyndar norsku svartþungarokkararnir að, enda brenndu þeir kirkjur og drápu hver annan. Það er því kannski ekkert skrýtið að ég hafi ekki kippt mér upp við sýndarsamfarir Miley Cyrus. Fyrir mér voru þær nákvæmlega jafn ögrandi og slagarinn sem gerði pabba hennar frægan. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fjórir dagar eru nú liðnir frá umdeildu atriði Miley Cyrus á VMA-hátíð MTV-sjónvarpsstöðvarinnar og andköfin heyrast enn. Sumir hneyksluðust en aðrir fundu kjánahrollinn hríslast um sig. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr klámvæðingu popptónlistar almennt en þetta atriði fannst mér heldur aumt. Mér dettur að sjálfsögðu í hug hið víðfræga „Nipplegate“-mál frá 2004, þegar Justin Timberlake afhjúpaði annað brjóst söngkonunnar Janet Jackson í hálfleik Super Bowl-leiksins. Húsmæður signdu sig og í nokkra sólarhringa hætti fólki að vera skítsama um Janet Jackson. Þetta augljósa og lítið ögrandi auglýsingatrix gerði samt lítið fyrir feril Jackson til lengri tíma litið. Til þess er hún, með fullri virðingu, of ómerkilegur listamaður.Kannski er ég bara svona þrælskemmdur eftir tíunda áratuginn. Áratuginn þegar meginstraums-tónlistarmaðurinn Marilyn Manson lék sér með táknmyndir nasista og kallaði sig „The God of Fuck“. Þegar hljómsveitin Metallica söng í beinni útsendingu á MTV-hátíðinni um að drepa börn og hafa mök við geitur. Þegar Madonna hafði samfarir í tónlistarmyndböndum sínum og rapparar sungu nær eingöngu um að skjóta löggur, neyta eiturlyfja og neyða konur til kynferðisathafna. Þessu hlógu reyndar norsku svartþungarokkararnir að, enda brenndu þeir kirkjur og drápu hver annan. Það er því kannski ekkert skrýtið að ég hafi ekki kippt mér upp við sýndarsamfarir Miley Cyrus. Fyrir mér voru þær nákvæmlega jafn ögrandi og slagarinn sem gerði pabba hennar frægan.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“