Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg Andri Valur Ívarsson á Kópavogsvelli skrifar 18. ágúst 2013 20:12 Elfar fékk aðhlynningu á vellinum og á meðan var grafarþögn í stúkunni. Mynd/Vísir Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. Elfar fékk aðhlynningu á vellinum og á meðan var grafarþögn í stúkunni. Enginn sagði neitt. Leikmenn liðanna og dómarar gengu til búningsherbergja. Eftir skamma stund komu tveir lögreglubílar á svæðið og ekki löngu síðar komu tveir sjúkrabílar. Þegar Elfar var fluttur inn í sjúkrabíl tilkynnti vallarþulurinn að hann væri kominn með eðlilegan púls og væri í stöðugu ástandi. Þá brast út mikill fögnuður meðal aðdáenda beggja liða sem klöppuðu vel og lengi fyrir Elfari er sjúkrabíllinn keyrði á brott. Nokkrum mínútum síðar var vallargestum tilkynnt að leiknum yrði ekki haldið áfram. Leikmenn liðanna treystu sér ekki til að spila eftir það sem á undan var gengið. Nýr leiktími yrði auglýstur síðar og þá verður frítt á völlinn. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 18:30 Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. 18. ágúst 2013 20:40 Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 20:07 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. Elfar fékk aðhlynningu á vellinum og á meðan var grafarþögn í stúkunni. Enginn sagði neitt. Leikmenn liðanna og dómarar gengu til búningsherbergja. Eftir skamma stund komu tveir lögreglubílar á svæðið og ekki löngu síðar komu tveir sjúkrabílar. Þegar Elfar var fluttur inn í sjúkrabíl tilkynnti vallarþulurinn að hann væri kominn með eðlilegan púls og væri í stöðugu ástandi. Þá brast út mikill fögnuður meðal aðdáenda beggja liða sem klöppuðu vel og lengi fyrir Elfari er sjúkrabíllinn keyrði á brott. Nokkrum mínútum síðar var vallargestum tilkynnt að leiknum yrði ekki haldið áfram. Leikmenn liðanna treystu sér ekki til að spila eftir það sem á undan var gengið. Nýr leiktími yrði auglýstur síðar og þá verður frítt á völlinn.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 18:30 Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. 18. ágúst 2013 20:40 Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 20:07 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 18:30
Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. 18. ágúst 2013 20:40
Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 20:07