Fékk svartan hauspoka fyrir "gróft" brot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2013 18:04 Áslaug spilar með stúlknaliðinu RSU Muddy en þær stöllur vissu ekki hvort þær hefðu náð áfram þegar Vísir náði af henni tali. Mynd/Áslaug Arna „Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum. Mýrarboltinn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum.
Mýrarboltinn Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu