Fórnarlamba flugslyssins minnst Jakob Bjarnar skrifar 7. ágúst 2013 10:31 Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður fórust í flugslysinu. Þeirra verður minnst í kvöld í Glerárkirkju. Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira