Flugmaðurinn enn á sjúkrahúsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2013 19:07 Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans. Flugmaðurinn sem lifði flugslysið af er talsvert slasaður og er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Talið er nær kraftaverki líkast að maðurinn hafi lifað slysið af. Slapp við beinbrot Fréttastofa náði tali af konu hans í dag en hún var stödd hjá honum á sjúkrahúsinu þar sem honum er nú hjúkrað til heilsu. Hún sagði að hann væri enn slasaður og gert væri að meiðslum hans, en vildi ekki fara nanar út í þau. Fram hefur komið að maðurinn er óbrotinn. Kona hans sagði að læknar hefðu þegar gert áætlun um útskrift hans af sjúkrahúsinu en var ekki tilbúinn að greina frá því hvenær það yrði. Hvorki hún né maðurinn hennar myndu ræða við fjölmiðla um málið á næstunni. Bæði vegna aðstæðna og af virðingu við hina látnu. Af tillitssemi við fjölskyldu flugmannsins verður ekki greint frá nafni hans eða konu hans, að svo stöddu að minnsta kosti. Hætti við lendinguEin af grundvallarspurningunum í tengslum við flugslysið sem er enn ósvarað er, hvað var vélin að gera á þessum slóðum, skömmu áður en slysið varð? En vélin hætti við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir slysið. Starfsmenn Mýflugs verjast allra frétta og vísa á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sigurður B. Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri tímabært að vera með vangaveltur um það sem gerðist í aðdraganda slyssins. Hann vísaði á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefndinni sagði að þetta væri eitthvað sem rannsóknin yrði að leiða í ljós. Hann sagði að nefndin hefði aðeins lokið störfum á vettvangi. Hún ætti eftir að taka viðtöl við starfsmenn í flugturni og sjónarvotta. Eins og sést á myndum sem teknar voru í dag hafa öll ummerki um slysið verið hreinsuð en flak vélarinnar var flutt í gærkvöldi og er nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans. Flugmaðurinn sem lifði flugslysið af er talsvert slasaður og er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Talið er nær kraftaverki líkast að maðurinn hafi lifað slysið af. Slapp við beinbrot Fréttastofa náði tali af konu hans í dag en hún var stödd hjá honum á sjúkrahúsinu þar sem honum er nú hjúkrað til heilsu. Hún sagði að hann væri enn slasaður og gert væri að meiðslum hans, en vildi ekki fara nanar út í þau. Fram hefur komið að maðurinn er óbrotinn. Kona hans sagði að læknar hefðu þegar gert áætlun um útskrift hans af sjúkrahúsinu en var ekki tilbúinn að greina frá því hvenær það yrði. Hvorki hún né maðurinn hennar myndu ræða við fjölmiðla um málið á næstunni. Bæði vegna aðstæðna og af virðingu við hina látnu. Af tillitssemi við fjölskyldu flugmannsins verður ekki greint frá nafni hans eða konu hans, að svo stöddu að minnsta kosti. Hætti við lendinguEin af grundvallarspurningunum í tengslum við flugslysið sem er enn ósvarað er, hvað var vélin að gera á þessum slóðum, skömmu áður en slysið varð? En vélin hætti við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir slysið. Starfsmenn Mýflugs verjast allra frétta og vísa á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sigurður B. Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri tímabært að vera með vangaveltur um það sem gerðist í aðdraganda slyssins. Hann vísaði á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefndinni sagði að þetta væri eitthvað sem rannsóknin yrði að leiða í ljós. Hann sagði að nefndin hefði aðeins lokið störfum á vettvangi. Hún ætti eftir að taka viðtöl við starfsmenn í flugturni og sjónarvotta. Eins og sést á myndum sem teknar voru í dag hafa öll ummerki um slysið verið hreinsuð en flak vélarinnar var flutt í gærkvöldi og er nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13