Fulltrúar Íslands í A-úrslitum ungmenna í fjórgangi á HM íslenska hestsins í Berlín tókst hvorugu að tryggja sér verðlaun þegar úrslitin fóru fram í dag. Arna Ýr Guðnadóttir stóð sig best af íslensku knöpunum.
Hin þýska Johanna Beauk á hestinum Merkur frá Birkenlund varð heimsmeistari en þau fengu einkunnina 7.57. Daninn Thomas Vilain Rorvang og Ykur frá Hvítanesi tóku silfrið (7.53) og bronsið fór til hinnar norsku Odu Ugland á Háreki frá Vindási (7.27).
Arna Ýr Guðnadóttir á Þrótti frá Fróni varð í fjórða sæti en þau fengu 6,63 í einkunn og Gústaf Ásgeir Hinriksson á Björk frá Enni varð síðan í fimmta sæti með einkunnina 6,37.
Rut Sigurðardóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók myndirnar hér fyrir ofan.
Það er hægt að sjá öll úrslitin inn á Hestafréttum.is eða með því að smella hér.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)