Sport

Karlar og konur mega keppa saman í boðsundi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Framvegis verður hægt að keppa í blönduðu boðsundi en Alþjóðasundsambandið, FINA, staðfesti það á ársþingi sínu í Barcelona.

Keppendur verða að vera tveir karlar og tvær konur en heimilt verður að keppa í bæði 4x100 m skriðsundi og fjórsundsgreinum.

Það verður þó ekki heimilt að nota millitíma einstakra keppenda, hvorki til að slá met eða sem lágmarkstíma fyrir mót á vegum sambandsins.

Heimilt verður að keppa í greininni í öllum keppnum á vegum FINA frá og með 25. september á þessu ári. Fyrsta stórmótið eftir það verður HM í 25 m laug í Doha í Katar í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×