Sport

Hrafnhildur nálægt sínu besta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH hafnaði í 30. sæti í undankeppninni í 100 metra bringusundi á HM í Barcelona í morgun.

Hrafnhildur synti metrana hundrað á tímanum 1:09,75 mínútum og varð rúmum fimm sekúndum á eftir Rutu Meilutyte frá Litháen sem varð fyrst.

Lakasti tíminn inn í úrslit var 1:08,36 mínútur en Íslandsmet Hrafnhildar í greininni er 1:09,48 mínútur.


Tengdar fréttir

Eygló nálægt undanúrslitasæti

Eygló Ósk Gústavsdóttir, sundkona úr Ægi, varð í 20. sæti í undankeppni 100 metra baksundsins á HM í sundi í 50 metra laug í Barcelona í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×