Bretar velta sér upp úr sögulegum sigri Andy Murray í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gær.
Forsætisráðherrann David Cameron var á meðal áhorfenda á aðalvellinum í London í gær. Nærvera forsætisráðherra hefur til þessa verið talin óheillamerki en svo var ekki í gær.
Telegraph fjallar um málið og kemst að þeirri niðurstöðu að talan sjö, sem talin er gæfutala, hafi unnið gegn nærveru forsætisráðherrans. Þannig var 7. júlí í gær en júlí er einmitt sjöundi mánuður ársins.
Þá voru 77 ár síðan Breti vann síðast sigur í einliðaleik karla á Wimbledon með sigri Fred Perry árið 1936. Virginia Wade varð hins vegar síðasta konan til að vinna sigur í kvennaflokki árið 1977.
Murray braut uppgjöf Novak Djokovic í sjöundu lotu allra þriggja settanna. Þá er Skotinn fæddur sjö dögum á undan Djokovic.
Lukkutalan sjö mótvægi við nærveru Cameron

Tengdar fréttir

Murray fyrsti Bretinn í 77 ár til þess að vinna Wimbledon-mótið
Skoski tennismaðurinnn Andy Murray varð nú rétt í þessu fyrsti Bretinn í 77 ár til þess að vinna Wimbledon-mótið í tennis í karlaflokki.