Porsche stöðvar framleiðslu vegna flóða Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 14:15 Flóðin í Evrópu hafa víðtæk áhrif á atvinnulífið Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent