Porsche stöðvar framleiðslu vegna flóða Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 14:15 Flóðin í Evrópu hafa víðtæk áhrif á atvinnulífið Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent