Greiða engan virðisaukaskatt Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2013 18:30 Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira