Greiða engan virðisaukaskatt Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2013 18:30 Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Arðbær fyrirtæki í ferðaþjónustu, eins og hvalaskoðunarfyrirtæki, greiða engan virðisaukaskatt því þau skilgreina sig sem fyrirtæki í fólksflutningum. Dæmin eru fleiri en skilin milli skattskyldu og undanþágu frá virðisaukaskatti eru oft óljós. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fella niður gildistöku hækkunar virðisaukaskatts á gistiþjónustu, en hækkunin átti að taka gildi 1. september. Í því felst að útleigan mun áfram bera 7% virðisaukaskatt en ekki 14%. Virðisaukaskattskylda í ferðaþjónustu er hins vegar æði breytileg og mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu greiða engan virðisaukaskatt. Ekki einu sinni 7 prósentin. Skattskylda er mismunandi eftir því hvaða þjónusta er seld og skilin á milli skattskyldu og undanþágu frá skatti eru oft óljós. Fyrirtæki í hvalaskoðun sem rukkar 50 evrur fyrir ferðina greiðir engan virðisaukaskatt, eða 0 krónur því fyrirtækið skilgreinir sig í fólksflutningum. Velta má fyrir sér sanngirninni í því. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti og dæmin eru fleiri. Skilin eru oft mjög óglögg. Leiga á landi til ferðamanna er undanþegin þar sem um fasteignaleigu er að ræða. Leyfi til að veiða ákveðið magn af gæs er það hins vegar ekki, þar sem um vörusölu er að ræða. Sala á veiðileyfum í vötnum er undanþegin, en ekki leyfi til að veiða ákveðinn fjölda fiska. Leiða á vélsleða án leiðsagnar er háð virðisaukaskatti þar sem um leigu á lausafé er að ræða, en leiga á vélsleiða í hópferð með leiðsögn er undanþegin skattinum þar sem um fólksflutninga er að ræða. Hestaferð í hópferð er undanþegin en hestaleiga án leiðsagnar ekki. Er ekki í mörgum tilvikum ósanngirni og þversagnir í þessari löggjöf og túlkun hennar? „Í sjálfu sér er það ekki með vilja gert. Lögin eru bara orðin svo gömul og þau eru ekki mjög skýr. Það þyrfti bara að endurskoða þau með það fyrir augum að skýra betur löggjöfina og þá hefur verið rætt um að útvíkka skattstofninn. Þannig að fólksflutningar ættu að vera virðisaukaskattskyldir,“ segir Soffía Eydís Björgvinsdóttir á skatta- og lögfræðisviði KPMG. Ef fólksflutningar væru virðisaukaskattskyldir væru hvalaskoðun og hestaferðir háðar þessum skatti. Ríkisstjórnin hyggst endurskoða skattkerfið, að því er fram kemur í stjórnarsáttmála. Á að yfirfara kerfið og skattkerfisbreytingar undanfarinna ára og leggja fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum, eins og segir í stjórnarsáttmálanum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent