Ókeypis akstur milli Los Angeles og New York í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 15:00 Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent
Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent