Ókeypis akstur milli Los Angeles og New York í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 15:00 Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent