Candy Crush Saga hefur velt Angry Birds úr sessi sem vinsælasti tölvuleikur heims.
Leikurinn sá trónir nú á toppi meðal tölvuleikja á Facebook, iOS og í sölu á Android Play-búðinni. Þá hafa höfundar og framleiðendur leiksins, King sem hefur höfuðstöðvar í London, tekið fram úr Zynga, sem meðal annars framleiða leikinn Farmville, sem stærsti leikjaframleiðandi heims í þeim geira sem tekur til vinsælla smáleikja á netinu. Um 66 milljónir spila leiki King, þar af 15 milljónir sem spila Candy Crush á Facebook daglega.
Candy Crush Saga vinsælasti leikurinn
