Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2013 13:20 Mynd/Nordic Photos/Getty Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma. Chelsea hefur því orðið Evrópumeistari tvö ár í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra. Benfica missti að öllum líkindum af portúgalska meistaratitlinum um liðna helgi og nú rann Evrópudeildarbikarinn þeim úr greipum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Benfica réð ferðinni í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fín færi. Fremstur í flokki fór Oscar Cardozo en honum virtist fyrirmunað að skora. Bláklæddir liðsmenn Chelsea gátu verið nokkuð sáttir að markalaust var í hálfleik. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik komst Chelsea yfir. Petr Cech kastaði boltanum á Juan Mata. Stoðsendingakóngurinn fann landa sinn Fernando Torres sem steig varnarmann Benfica upp, keyrði í átt að marki og kláraði færið af yfirvegun. Liðsmenn Benfica létu ekki deigan síga og fengu vítaspyrnu þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Cardozo steig á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi í kjölfarið en Chelsea komst næst því að skora þegar skot Frank Lampard hafnaði í þverslánni. Allt stefndi í framlengingu þegar Juan Mata tók hornspyrnu. Serbinn Branislav Ivanovic ætlaði sér að skalla boltann og setti hann í stórkostlegum boga í fjærhornið. Þeir bláklæddu fögnuðu en leikmenn Benfica trúðu ekki sínum eigin augum. Markið kom á þriðju mínútu í viðbótartíma en aðeins þremur mínútum var bætt við. Cardozo fékk þó eitt færi til viðbótar en Gary Cahill komst fyrir skot hans á síðustu stundu. Segja má að Chelsea hafi heldur betur bjargað andliti ensku liðanna í Evrópukeppnum á tímabilinu sem senn er liðið. Ekkert enskt lið komst í átta liða úrslit Meistaradeildar en Chelsea, Evrópumeistarar ársins 2012, eru nú einnig handhafar Evrópudeildartitilins. Titlarnir tveir verða í fórum Chelsea til 25. maí þegar Bæjarar mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Evrópudeild UEFA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma. Chelsea hefur því orðið Evrópumeistari tvö ár í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra. Benfica missti að öllum líkindum af portúgalska meistaratitlinum um liðna helgi og nú rann Evrópudeildarbikarinn þeim úr greipum þrátt fyrir flotta frammistöðu. Benfica réð ferðinni í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fín færi. Fremstur í flokki fór Oscar Cardozo en honum virtist fyrirmunað að skora. Bláklæddir liðsmenn Chelsea gátu verið nokkuð sáttir að markalaust var í hálfleik. Eftir stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik komst Chelsea yfir. Petr Cech kastaði boltanum á Juan Mata. Stoðsendingakóngurinn fann landa sinn Fernando Torres sem steig varnarmann Benfica upp, keyrði í átt að marki og kláraði færið af yfirvegun. Liðsmenn Benfica létu ekki deigan síga og fengu vítaspyrnu þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Cardozo steig á punktinn og skoraði af öryggi. Bæði lið fengu færi í kjölfarið en Chelsea komst næst því að skora þegar skot Frank Lampard hafnaði í þverslánni. Allt stefndi í framlengingu þegar Juan Mata tók hornspyrnu. Serbinn Branislav Ivanovic ætlaði sér að skalla boltann og setti hann í stórkostlegum boga í fjærhornið. Þeir bláklæddu fögnuðu en leikmenn Benfica trúðu ekki sínum eigin augum. Markið kom á þriðju mínútu í viðbótartíma en aðeins þremur mínútum var bætt við. Cardozo fékk þó eitt færi til viðbótar en Gary Cahill komst fyrir skot hans á síðustu stundu. Segja má að Chelsea hafi heldur betur bjargað andliti ensku liðanna í Evrópukeppnum á tímabilinu sem senn er liðið. Ekkert enskt lið komst í átta liða úrslit Meistaradeildar en Chelsea, Evrópumeistarar ársins 2012, eru nú einnig handhafar Evrópudeildartitilins. Titlarnir tveir verða í fórum Chelsea til 25. maí þegar Bæjarar mæta Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira