Fótbolti

Branislav Ivanovic skellti sér upp á markslána

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Branislav Ivanovic fagnar.
Branislav Ivanovic fagnar. Mynd/Nordic Photos/Getty

Branislav Ivanovic var hetja Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Amsterdam í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið með stórglæsilegum skalla á þriðju mínútu í uppbótartíma. Chelsea er því Evrópumeistari annað árið í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra.

„Liðið okkar átti þetta skilið. Þetta hefur verið erfitt tímabil og við höfum spilað mjög marga leiki," sagði Branislav Ivanovic við ITV-sjónvarpstöðina eftir leikinn.

„Þetta var mjög erfiður leikur og Benfica spilaði mjög vel. Við skoruðum sigurmarkið eftir horn og við vinnum mikið í að undirbúa okkur fyrir þessi föstu leikatriði. Við áttum skilið að vinna þennan bikar," sagði Ivanovic.

„Það er frábær tilfinning að spila aftur í úrslitaleik í Evrópukeppni og þetta var frábær sigur. Nú er kominn tími til að fagna saman," sagði Branislav Ivanovic.

Branislav Ivanovic hefur verið hjá Chelsea frá 2008 og var þarna að vinna sinn sjötta stóra titil með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×