Fótbolti

Balotelli og Mexes björguðu Milan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Balotelli sækir hleypur með boltann að miðjuhringnum eftir að hafa jafnað metin úr vítaspyrnu.
Balotelli sækir hleypur með boltann að miðjuhringnum eftir að hafa jafnað metin úr vítaspyrnu. Nordicphotos/AFP

AC Milan var þremur mínútum frá því að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu í næstu leiktíð en tvö mörk undir lokin tryggðu liðinu 2-1 sigur á Siena í lokaumferð ítölsku knattspyrnunnar í kvöld.

Mílanómenn höfðu tvegga stiga forskot á Fiorentina í 3. sæti deildarinnar fyrir leiki kvöldsins og áttu því á hættu að missa af sæti í forkeppni Meistaradeildar á næstu leiktíð með jafntefli eða sigri.

Fiorentina tók snemma völdin í leik sínum gegn Pescara og leiddi 3-0 í hálfleik. Liðið var tveimur stigum á eftir AC Milan fyrir leikinn og með lakari markatölu svo munaði þremur mörkum. Serbinn Adem Ljajic skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik og 5-1 stórsigur Fiorentina staðreynd.

Siena hafði að engu að keppa á heimavelli gegn AC Milan. Heimamenn tóku engu að síður forystuna um miðjan fyrri hálfleikinn og allt stefndi í óvæntan sigur smáliðsins sem þegar var fallið.

Mario Balotelli jafnaði metin fyrir Milan úr vítaspyrnu á 84. mínútu og franski landsliðsmaðurinn Philippe Mexes tryggði gestunum stigin þrjú með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Jafntefli hefði þýtt að AC Milan og Fiorentina hefðu verið jöfn að stigum.

Juventus tryggði sér meistaratitilinn á dögunum og Napoli hafnaði í öðru sæti. Palermo, Siena og Pescara féllu. Edison Cavani varð markakóngur deildarinnar með 29 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×