Fótbolti

Benfica mætir Chelsea í Amsterdam

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Oscar Cardozo fagnar öðru marka sinna á Leikvangi ljóssins í kvöld.
Oscar Cardozo fagnar öðru marka sinna á Leikvangi ljóssins í kvöld. Nordicphotos/Getty
Stuðningsmenn Benfica munu mála Lissabon rauða í nótt enda tryggði liðið sér sæti í úrslitaleik Evróupdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Fenerbahce í kvöld. Benfica mætir Chelsea í úrslitaleiknum.

Tyrkirnir höfðu 1-0 forystu úr fyrri leiknum en þeir portúgölsku voru fljótir að jafna metin. Nicolas Gaitan kom þeim í 1-0 með snyrtilegu marki á 9. mínútu og óskabyrjun heimamanna orðin staðreynd.

Um miðjan fyrri hálfleikinn fengu gestirnir vítaspyrnu og Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði af öryggi úr spyrnunni. Benfica varð því að skora tvö mörk og þá er gott að hafa Oscar Cardozo í sínum röðum.

Cardozo kom Benfica í 2-1 á 35. mínútu og tryggði liðinu 3-1 sigur með marki um miðjan síðari hálfleikinn. Gestirnir frá Tyrklandi voru aldrei líklegir til að jafna. Benfica mætir Chelsea í Amsterdam þann 15. maí.

Benfica hefur ekki komist í úrslit í Evrópukeppni síðan árið 1990. Þá mætti liðið AC Milan í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða, forvera Meistaradeildar Evrópu, en beið lægri hlut 1-0.


Tengdar fréttir

Chelsea í úrslit Evrópudeildarinnar

Evrópumeistarar Chelsea tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 heimasigri á Basel. Enska liðið fer áfram 5-2 samanlagt.

Glæsimark David Luiz

Brasilíumaðurinn David Luiz skoraði mark kvöldsins í leik Chelsea og Basel í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×