Egill Gunnar Kristjánsson sigraði í úrslitum á stökki á Norðurlandamóti drengja 14 ára og yngri í fimleikum í dag.
Úrslitunum var að ljúka í greininni en keppt er í Halmstad í Svíþjóð. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu keppti einnig í úrslitum í greininni.
Egill Gunnar keppir fyrir Ármann og keppir einnig í úrslitum á tvíslá í dag. Þá keppir Aron Freyr Axelsson í úrslitum á bogahesti.

