Samfylkingin lagðist gegn eignanámssátt um hluta Vatnsenda Helga Arnardóttir skrifar 5. maí 2013 13:02 Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Samfylkingin í Kópavogsbæ lagðist gegn því að gerð yrði eignarnámssátt um hluta Vatnsendajarðarinnar 2007. Þetta segir oddviti flokksins sem telur bæinn ekki hafa þurft að standa í málaferlum við ábúanda Vatnsenda hefði hefðbundin eignarnámsleið verið farin. Kópavogsbær tók um 840 hektara af Vatnsendajörðinni eignarnámi árið 2007 og gerð var svokölluð eignarnámssátt við Þorstein Hjaltested ábúanda jarðarinnar. „Við stóðum á móti þessari svokölluðu eignarnámssátt sem var gerð við ábúanda Vatnsenda á sínum tíma. Við töldum það alveg eðlilegt að Kópavogsbær myndi taka jörðina eignarnámi en þá vildum við bara fara þessa hefðbundnu eignarnámsleið og taka alla jörðina eignarnámi en ekki fara þessa svokölluðu samningaleið sem var svo farin á sínum tíma því þar var verið að binda skipulagslegar forsendur inn í þetta samkomulag og fleiri þættir sem hafa flækt stöðuna," segir Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í Kópavogi. Rökin fyrir því sem meirihlutinn færði fyrir því 2007 að gera eignarnámssátt frekar en að fara í hefðbundið eignarnám voru að það yrði miklu ódýrara fyrir bæinn. Kópavogsbær greiddi tæpa 2,3 milljarða fyrir jörðina til Þorsteins Hjaltested ábúanda á Vatnsenda og hefur hann verið skattakóngur árin 2010 og 2011. Þá var gerður samningur um önnur atriði. Þorsteinn átti að fá 11% af öllum þeim lóðum sem var úthlutað í Vatnsendahlíðinnni, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði og byggingarétt á 300 sérbýlishúsalóðum syðst við Vatnið. Þá var samkomulag um að hann ætti ekki að borga gatnagerðargjöld og yfirtökugjöld. Ágreiningur hefur verið um efndir á þessum atriðum og hefur Þorsteinn staðið í málaferlum við Kópavogsbæ frá 2010. „Það hefði verið ódýrara fyrir Kópavogsbæ að fara hefðbundna eignarnámsleið og taka því hvaða bætur yrðu úrskurðaðar til ábúanda. Svo þótti okkur ekki verjandi að hafa þennan samning svona óljósan. Það voru svo mörg atriði í samkomulaginu sem maður gat séð fyrir að gætu valdið vandræðum til lengri tíma eins og reyndar hefur sýnt sig. Við stæðum ekki í þessum sporum í dag hefðum við bara gert þetta samkvæmt eðlilegri og hefðbundinni leið þá í rauninni væri þetta mál úr sögunni gagnvart Kópavogsbæ." Guðríður segir allar forsendur fyrir þeim málaferlum brostnar í ljósi nýlegs Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri eign dánarbús Sigurðar Hjaltested heitins en ekki Þorsteins. Minnihlutinn hafi einnig varað við eignarnámssáttinni á sínum tíma einmitt vegna þess hversu óskýrt eignarhaldið á Vatnsenda væri og málaferli afkomenda Sigurðar Hjaltested afa Þorsteins væru í uppsiglingu.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira