Íslendingar eiga að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Ingveldur Geirsdóttir skrifar 5. maí 2013 20:02 Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira