Mamma hræðir soninn með 900 hestöflum Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 08:45 Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent
Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent