Mamma hræðir soninn með 900 hestöflum Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2013 08:45 Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent
Ekur Mitsubishi Evo og smellir honum í 225 km hraða á örskotsstundu. Miklu algengara er að synir hræði mæður sínar sitjandi í farþegasætinu en að mæðurnar setjist í ökumannssætið og hræði líftóruna úr sonum sínum. Eftir því sem bílarnir eru öflugri er það líklega auðveldara. Þessi móðir er á 900 hestafla Mitsubishi Evo, sem er reyndar í eigu sonarins, en það er hún sem er undir stýri í þetta skiptið. Móðirin er alls ekki hrædd við bensíngjöfina og hefur mikið gaman af. Bíllinn er beinskiptur og því ekki við allra hæfi, en hún virðist mjög lunkin við skiptingar. Auk þess setur hún Evo bílinn á 225 km hraða (140 mílur) á örskotsstundu á þjóðvegi. Það besta er hvað henni finnst þetta agalega gaman, en það sést best í myndskeiðinu.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent