Skúli Freyr féll á lyfjaprófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2013 09:53 Skúli Freyr Sigurðsson Mynd/IA.is Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Sjá meira
Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson
Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Sjá meira
Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01